Skódamálið leyst og fleiri mál.
Hæ,
Hafið þið spáð í því að orðið tilviljun á ensku eða coincidence byrjar á orðinu coin sem er nákvæmlega það sem maður notar þegar maður þarf að velja á milli tveggja atriða. Það getur bara ekki verið tilviljun eða myntviljun. Spáið í þessu. Stundum þarf ég að fara oftar út.
Jæja, Skódinn góði, sem þjónaði mér og Sólrúnu og börnunum í 6 ár er núna komin á biðstofu til Bílaríkis, þar sem hann mun væntanlega hitta forfeður sína Skoda rapid og fleiri. Ég fékk nokkrar danskar krónur fyrir hann og málinu lokið. Stressið við að keyra ólöglegan bíl í Danmörku er farið. Það hefði kostað um 22 þúsund danskar að skrá bílinn fyrir utan viðgerðir upp á 5000 danskar. Mér reiknast það til að þetta sé réttur leikur í stöðunni.
Ég bið fólk um að rísa úr sætum og skála til heiðurs Skódanum. Kannski tendra kertaljós í kvöld.
Ég fór í gær ásamt Sólrúnu í leikskólann hans Matthíasar. Þar hittum við aðra foreldra og allir fengu einhver verkefni. Við fórum í kolonihave, sem leikskólinn á. Þar blettuðum við aðeins í einn kofa sem er á lóðinni. Olíubárum útibekki og settum niður jarðaber. Mjög gaman allt saman.
Þegar þessu var lokið fórum við til baka í leikskólann og grilluðum og fengum öl og sodavand og fleira. Þetta er gert einu sinni á ári og er virkilega skemmtileg venja og fínt að byrja "skólaárið" á þessu. Veðrið var hreint út sagt frábært og líklega farið í 25°C.
Ég er að fara seinnipartinn í dag að hjálpa Ingu Freyju vinkonu minni og manninum hennar, Palla, að flytja. Þau komu á miðvikudaginn til Danmerkur og eru að flytja til Roskilde eða Hróarskeldu eins og Íslendingar þekkja það betur. Mikið að gerast hjá þeim og kannski ég skrifi meira um það síðar.
Jamm, svo er bara skóli á mánudaginn. Byrja klukkan 9:30 og ekki aftur snúið. Ég er að leita mér að vinnu með skólanum, en hef ekkert fengið ennþá. Ég ætti að geta fengið svona 10 tíma á viku við eitthvað og það myndi hjálpa mér mikið. Fyrir utan það að ég fengi meiri dönskuæfingu, sem mig sárvantar.
bið að heilsa í bili og smelli kannski myndum inn á eftir.
kveðja,
Arnar Thor
Hafið þið spáð í því að orðið tilviljun á ensku eða coincidence byrjar á orðinu coin sem er nákvæmlega það sem maður notar þegar maður þarf að velja á milli tveggja atriða. Það getur bara ekki verið tilviljun eða myntviljun. Spáið í þessu. Stundum þarf ég að fara oftar út.
Jæja, Skódinn góði, sem þjónaði mér og Sólrúnu og börnunum í 6 ár er núna komin á biðstofu til Bílaríkis, þar sem hann mun væntanlega hitta forfeður sína Skoda rapid og fleiri. Ég fékk nokkrar danskar krónur fyrir hann og málinu lokið. Stressið við að keyra ólöglegan bíl í Danmörku er farið. Það hefði kostað um 22 þúsund danskar að skrá bílinn fyrir utan viðgerðir upp á 5000 danskar. Mér reiknast það til að þetta sé réttur leikur í stöðunni.
Ég bið fólk um að rísa úr sætum og skála til heiðurs Skódanum. Kannski tendra kertaljós í kvöld.
Ég fór í gær ásamt Sólrúnu í leikskólann hans Matthíasar. Þar hittum við aðra foreldra og allir fengu einhver verkefni. Við fórum í kolonihave, sem leikskólinn á. Þar blettuðum við aðeins í einn kofa sem er á lóðinni. Olíubárum útibekki og settum niður jarðaber. Mjög gaman allt saman.
Þegar þessu var lokið fórum við til baka í leikskólann og grilluðum og fengum öl og sodavand og fleira. Þetta er gert einu sinni á ári og er virkilega skemmtileg venja og fínt að byrja "skólaárið" á þessu. Veðrið var hreint út sagt frábært og líklega farið í 25°C.
Ég er að fara seinnipartinn í dag að hjálpa Ingu Freyju vinkonu minni og manninum hennar, Palla, að flytja. Þau komu á miðvikudaginn til Danmerkur og eru að flytja til Roskilde eða Hróarskeldu eins og Íslendingar þekkja það betur. Mikið að gerast hjá þeim og kannski ég skrifi meira um það síðar.
Jamm, svo er bara skóli á mánudaginn. Byrja klukkan 9:30 og ekki aftur snúið. Ég er að leita mér að vinnu með skólanum, en hef ekkert fengið ennþá. Ég ætti að geta fengið svona 10 tíma á viku við eitthvað og það myndi hjálpa mér mikið. Fyrir utan það að ég fengi meiri dönskuæfingu, sem mig sárvantar.
bið að heilsa í bili og smelli kannski myndum inn á eftir.
kveðja,
Arnar Thor
Ummæli